Skólanefnd

28. fundur 29. febrúar 2024 kl. 16:15 - 17:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir formaður
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri

Dagskrá:

1.

Skóladagatal allra deilda Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013

 

Skóladagatal beggja skóla árin 2024/2025 lagt fram til samþykktar.

 

Skóladagatöl Valsárskóla og Álfaborgar samþykkt.

 

Samþykkt

 

   

2.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Niðurstöður úr skólapúlsi fyrir nemendur lagðar fram til kynningar.

 

Skólapúls lagður fram til kynningar og helstu niðurstöður tíundaðar. Skólastjóri fór yfir hvernig unnið er með eineltismál í skólanum. Enn og aftur fær mötuneytið hæstu einkunn hjá nemendum og eru allir mjög ánægðir með það.

 

Staðfest

 

   

3.

Réttur á skólavistun - staðfesting - 2109015

 

Erindi er frestað var á 27. fundi þann 28. september 2023. Skólanefnd staðfestir skólavist barna með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Skólanefnd staðfestir að öll börn með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi eru með skólavist í Valsárskóla.

 

Staðfest

 

   

4.

Skólaakstur - 1902017

 

Erindi er varðar skólaakstur barna í Valsárskóla.

 

Skólanefnd hafnar erindi er varðar skólaakstur. Ekki verður bætt við núverandi akstursleið skólabíls Valsárskóla.

 

Hafnað

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.