Skipulagslýsing - Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2025-2037

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 30. janúar 2024 að vísa skipulagslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 í kynningu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps felur í sér framtíðarsýn og markvissa ákvörðun um hvert sveitarfélagið vill stefna og er miðað við að það hafi gildistíma frá 2025 til 2037. Í vinnu við aðalskipulagið verða settar fram forsendur, markmið og skipulagsáherslur ásamt stefnu um framtíðaruppbyggingu í sveitarfélaginu. Við endurskoðun aðalskipulags verður farið yfir hvaða viðfangsefni í sveitarfélaginu kalla á sérstaka yfirferð og verða athugasemdir og ábendingar við skipulagslýsingu nýttar við stefnumótunina.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu, 606 Akureyri, milli 7. febrúar og 6. mars 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins www.svalbardsstrond.is og á vefsíðu Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 123/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagslýsinguna til 6. mars 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Skipulagslýsingin verður einnig kynnt á opnu húsi á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps milli klukkan 12 og 15 fimmtudaginn 22. febrúar. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Skipulagslýsingin