Fréttir

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – kynning tillögu á vinnslustigi

Opinn kynningarfundur vegna skipulagsverkefnisins Heiðarinnar fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2024.

Sorphirðu seinkar

Sorphirðu í hreppnum seinkar þessa vikuna. Reynt verður að halda áfram á morgun föstudag en ekki er vitað hvort hægt verði að ljúka henni fyrr en í byrjun næstu viku.

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði– kynning tillögu á vinnslustigi

Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2024.

Biðskyldumerki vantar vegna hálkuslyss

Við viljum biðja fólk um að fara varlega og virða biðskyldu við afleggjarann frá skólunum upp á Svalbarðseyrarveg.

Hátíðarkveðja

Svalbarðsstrandarhreppur óskar starfsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Sunnuhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi – kynning skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 12. desember sl. að vísa skipulagstillögu, vegna breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vetrarsólstöðuviðburður Píeta samtakanna á Norðurlandi 2023

Hist er við Svalbarðseyrarvita föstudaginn 22. desember kl. 19:30 þar sem minningarstund verður haldin.